Tekið er við pöntunum í síma 450-9000 og í netfanginu fisherman@fisherman.is

Þekkir þú muninn á hangireyktum laxi öðrum reyktum laxi?

Hver er munurinn á hangireyktum laxi öðrum reyktum laxi?

Það er hægt að reykja lax á margvíslegan máta, það má leggja hann á grindur í reykofn eða láta hann liggja á kafi í reykpækil. Svo má reykja hann upp á gamla mátan, með því að hengja hann upp á snæri í reykhúsi.

Mismunandi aðferðir hafa sína kosti og galla, það er til að mynda minni vinna fólgin í því að leggja laxa flökin á grindur, heldur en að hengja upp hvert einasta flak. En fyrir vikið verður líka bragð laxins, áferð og næringagildi annað.

Það er auðvelt að þekkja hangireyktan lax frá öðrum laxi, þar sem hann er yfirleitt stinnari viðkomu og fituminni en lax sem er lagður í pækil eða á grindur. Hangireykur lax inniheldur til dæmis allt að 50% minni fitu en lax sem er reyktur á grindum.

Það sem gerist þegar laxinn er hengdur lóðréttur upp er að þá á öll umfram fita auðveldara með að leka af fiskinum í reykingu. Á meðan lax sem liggur á grindum á erfiðara með að losa sig við fituna, þar sem laxinn liggur á roðinu, sem hleypur fitunni ekki í gegnum sig.

Annað sem hefur mikil áhrif á bragð og áferð er hvaða hráefni eru notuð við verkunina. Til að reykja lax þarf í raun bara þrjú hráefni; fisk, salt og reyk. Það hefur þó færst í aukana að stuðst sé við önnur aukefni, líkt og sykur. Til að vera viss um hvaða aukaefni eru notuð við framleiðsluna er hægt að kynna sér innihaldslýsingar og næringatölfur framleiðanda.

Við hjá Fisherman reykjum okkar fisk upp á gamla mátan, þurrsaltaðan og hangireyktan. Engin aukaefni eða skyndilausnir. Við trúum á gæðahandverk þar sem fiskurinn fær nægan tíma til að þroska sitt einstaka bragð og áferð.

Næst þegar þig langar í stinnan, fitulítinn og braðgóðan reyktan lax, án allra auka efna, hafðu þau augun opin fyrir hangireyktum laxi frá Fisherman.

.

Search