Menu
Karfa 0

Hádegismatur fyrir fyrirtæki

Við bjóðum fyrirtækjum upp á  heitan hádegismat í hádeginu.

Hjá Fisherman fiskisjoppu og eldhúsi á Hagamel sérhæfum við okkur í úrvals fiskiréttum, aðlöguðum að þörfum nútímans. Við vinnum með gæðahráefni, hlúum að hollustunni, en fyrst og fremst eru réttirnir okkar rómaðir fyrir að vera einstaklega bragðgóðir.    

Pantaðu hollan hádegismat fyrir þína starfsmenn. Mörg fyrirtæki eru í fastri mataráskrift hjá okkur og fá mat sendan daglega eða ákveðna daga í viku. Önnur panta þegar starfsmenn gera sér dagamun. Matarpantanir þurfa að berast fyrir kl. 15:00 daginn áður.  

Ef pantað er fyrir 20.000 eða meira er frí heimsending innan höfuðborgarsvæðisins.